Erlent

Skotinn til bana af FBI

Jakob Bjarnar skrifar
Ibragim Todeshev, sem grunaður er um aðild að Boston-sprengjunum, var skotinn til bana af FBI.
Ibragim Todeshev, sem grunaður er um aðild að Boston-sprengjunum, var skotinn til bana af FBI.

Tétneskur innflytjandi, sem talinn er tengjast sprengjutilræðinu við Boston-maraþonið, var í vikunni skotinn og drepinn af FBI, eftir að hann sýndi af sér háskalega framkomu.

Sá hét Ibragim Todeshev, 27 ára, og þekkti Tamerlain Tsarnaev, þann eldri af bræðrunum tveimur sem taldir eru hafa sprengt tvær sprengjur í Boston 15. apríl, sem grandaði tveimur og særði 264. Tamerlain var drepinn í eltingarleik en sá yngri, Dzhokhar, særðist, en í texta sem hann ritaði á vegg báts þar sem hann faldist, sagði að sprengingarnar væru til að refsa Bandaríkjamönnum vegna hernaðaríhlutunar í löndum múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×