Erlent

Óeirðir í Stokkhólmi

Kveikt var í níu bílum í Stokkhólmi í nótt.
Kveikt var í níu bílum í Stokkhólmi í nótt.

Enn geisa miklar óeirðir í Svíþjóð en þar hefur verið heitt í kolum eftir að 69 ára innflytjandi var skotinn til bana af lögreglu í Husby í síðustu viku.

Hinn látni hafði veifað sveðju og flúið þegar lögreglu bar að. Innflytjendur eru í meirihluta íbúa í Husby eða um 80 prósent af þeim 12 þúsund sem þar búa.

Kveikt hefur verið í níu bílum og árásir gerðar á skóla og lögreglustöð í úthverfum Stokkhólms. Mótmælendur hafa grýtt lögreglu og hafa fjölmargir slasast í óreirðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×