Erlent

Hommar fá inni í skátunum

Mikil gleði greip um sig meðal samkynhneigðra skáta í kjölfar atkvæðagreiðslunnar.
Mikil gleði greip um sig meðal samkynhneigðra skáta í kjölfar atkvæðagreiðslunnar.

Skátar í Bandaríkjunum greiddu um það atkvæði í gær og ákváðu að aflétta aldargömlu banni við því að samkynhneigðir piltar fái inngöngu í skátana, en hefðbundinn skátaaldur er 11-14 ára.

Enn ríkir þó bann við því í skátahreyfingunni að fullorðnir hommar fái þar inni. Niðurstaða kosninganna var sú að rúm sextíu prósent skátahöfðingja í skátunum voru á því að hommar fengju inngöngu. Reuter greinir frá því að skátar í Bandaríkjunum telji 2,6 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×