ESB fellur frá umdeildu banni á fjölnota olíukrúsum Jóhannes Stefánsson skrifar 24. maí 2013 10:49 Tillagan var mjög umdeild, en nú hefur verið fallið frá henni. Mynd/ AP Evrópuráðið hefur fallið frá áformum sínum um bann á fjölnota olíukrúsum á veitingahúsum eftir harða gagnrýni tillögunnar. Til stóð að bannið myndi taka gildi þann 1. janúar 2014 en það hefði falið það í sér að ólífuolía „sem stillt væri upp á borð veitingastaðs“ yrði að vera í forpökkuðum verksmiðjuframleiddum umbúðum með sérstökum stút og merkingum í samræmi við reglugerðir sambandsins. Þannig myndu skálar og krúsir með alls kyns sósum, einkum og sér í lagi ólífuolíu heyra sögunni til í ýmsum löndum Evrópusambandsins.Leita annarra leiða Dacian Ciolos, nefndarmaður í landbúnaðarnefnd ESB tilkynnti um afturhvarf Evrópuráðsins frá banninu en hélt því þó fram að veitingamenn ættu það til að blekkja neytendur með því að hella ódýrri eða gamalli olíu í fjölnota glerílát og láta sem um nýja vöru væri að ræða. „Við viljum koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir,“ sagði Ciolos á blaðamannafundi um röksemdirnar fyrir banninu. Ciolos sagði að bannið „hefði ekki verið sett fram á þann veg að afla nægilegs fylgis,“ og bætti svo við: „Í ljósi þess hef ég ákveðið að draga tillöguna til baka.“ Evrópuráðið leitar nú annarra lausna til að ná markmiðum sínum í málinu.Sömu sjónarmið komu til tals með aðrar vörur Aðspurður hvers vegna ekki hefði verið lagst í það að banna það að vín væri reitt fram með svipuðum hætti sagði nefndarmaðurinn: „Ég hef sjaldan séð opna vínflösku borna fram á borðið mitt.“ Ekki hefur borist í tal hvort réttir evrópksra veitingahúsa, sem gjarnan eru bornir fram á opnum diskum, muni þurfa að vera framreiddir í forpökkuðum verksmiðjuframleiddum umbúðum í þágu neytendaverndarsjónarmiða. Nánar er fjallað um málið á vef France24. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Evrópuráðið hefur fallið frá áformum sínum um bann á fjölnota olíukrúsum á veitingahúsum eftir harða gagnrýni tillögunnar. Til stóð að bannið myndi taka gildi þann 1. janúar 2014 en það hefði falið það í sér að ólífuolía „sem stillt væri upp á borð veitingastaðs“ yrði að vera í forpökkuðum verksmiðjuframleiddum umbúðum með sérstökum stút og merkingum í samræmi við reglugerðir sambandsins. Þannig myndu skálar og krúsir með alls kyns sósum, einkum og sér í lagi ólífuolíu heyra sögunni til í ýmsum löndum Evrópusambandsins.Leita annarra leiða Dacian Ciolos, nefndarmaður í landbúnaðarnefnd ESB tilkynnti um afturhvarf Evrópuráðsins frá banninu en hélt því þó fram að veitingamenn ættu það til að blekkja neytendur með því að hella ódýrri eða gamalli olíu í fjölnota glerílát og láta sem um nýja vöru væri að ræða. „Við viljum koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir,“ sagði Ciolos á blaðamannafundi um röksemdirnar fyrir banninu. Ciolos sagði að bannið „hefði ekki verið sett fram á þann veg að afla nægilegs fylgis,“ og bætti svo við: „Í ljósi þess hef ég ákveðið að draga tillöguna til baka.“ Evrópuráðið leitar nú annarra lausna til að ná markmiðum sínum í málinu.Sömu sjónarmið komu til tals með aðrar vörur Aðspurður hvers vegna ekki hefði verið lagst í það að banna það að vín væri reitt fram með svipuðum hætti sagði nefndarmaðurinn: „Ég hef sjaldan séð opna vínflösku borna fram á borðið mitt.“ Ekki hefur borist í tal hvort réttir evrópksra veitingahúsa, sem gjarnan eru bornir fram á opnum diskum, muni þurfa að vera framreiddir í forpökkuðum verksmiðjuframleiddum umbúðum í þágu neytendaverndarsjónarmiða. Nánar er fjallað um málið á vef France24.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira