Erlent

Sextán létust í skólarútu

Talið er að eldurinn hafi brotist út eftir að bílstjóri rútunnar skipti um orkugjafa fyrir vélina, frá gasi yfir í olíu.
Talið er að eldurinn hafi brotist út eftir að bílstjóri rútunnar skipti um orkugjafa fyrir vélina, frá gasi yfir í olíu.

Að minnsta kosti sextán börn létust í gær eftir að kviknað hafði í skólarútu og hún brunnið til kaldra kola í austur Pakistan.

Börnin voru á aldrinum fimm til fimmtán ára. Kennari barnanna lést einnig. Sjö voru fluttir á sjúkrahús, alvarlega slasaðir.

Talið er að eldurinn hafi brotist út eftir að bílstjóri rútunnar skipti um orkugjafa fyrir vélina, frá gasi yfir í olíu. Neisti myndaðist í eldsneytisgeymslu bílsins og hún sprakk.

Bílstjóri rútunnar er sagður hafa lifað slysið af en flúið af vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×