Erlent

Fyrsta gleðiganga Úkraínu haldin í dag

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mótmælendum úr rétttrúnaðarkirkjunni var haldið aftur af lögreglumönnum.
Mótmælendum úr rétttrúnaðarkirkjunni var haldið aftur af lögreglumönnum. Mynd/AP

Fyrsta gleðiganga Úkraínu var haldin í Kænugarði í dag og fylku um eitt hundrað manns liði.

Lögregla handtók þrettán manns fyrir að ráðast gegn fylkingunni en fordómar gegn samkynhneigðum eru miklir í landinu.

Að sögn aðstandenda göngunnar er um sögulegan atburð að ræða, en þeir segja rúmlega eina milljón af 45 milljón íbúum landsins samkynhneigða.

Þá handtók lögregla um þrjátíu mótmælendur í mótmælagöngu í Moskvu, en yfirvöld höfðu áður bannað gönguna. Hún var haldin í kjölfar morðs á samkynhneigðum manni í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×