Erlent

Flugskeytum skotið á íbúðarhús

Líbanskir hermenn í einni af íbúðum hússins.
Líbanskir hermenn í einni af íbúðum hússins. Mynd/ap

Tveimur flugskeytum var skotið á íbúðarhús í úthverfi Beirút í Líbanon í morgun. Í það minnsta fimm voru fluttir á sjúkrahús en frekari fregnir af manntjóni hafa ekki borist.

Óttast er að átökin sem nú eiga sér stað í nágrannaríkinu, Sýrlandi muni breiðast út yfir til Líbanon. Það jók á spennuna á milli þjóðarbrota í landinu í gær þegar talsmenn Hezbollah tilkynntu að hermenn yrðu sendir til Sýrlands til að berjast fyrir forseta landsins, Bashar al-Assad.

Hverfið sem flugskeytunum var skotið á í morgun er að mestu byggt Sjíta múslimum. Hræðast yfirvöld að hefnda verði leitað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×