Erlent

Pakistanskar lesbíur láta pússa sig saman

Þær Rehana Kausar og Sobia Kamar eru fyrstu samkynhneigðu múslimirnir til að giftast á Bretlandi.
Þær Rehana Kausar og Sobia Kamar eru fyrstu samkynhneigðu múslimirnir til að giftast á Bretlandi.

Lesbíur frá Pakistan skráðu sig á spjöld sögunnar þegar þær létu pússa sig saman hjá dómara í Leeds fyrir helgi.

Þær Rehana Kausar, 34 ára og Sobia Kamar, 29 ára, eru fyrstu samkynhneigðu múslimirnir til að giftast á Bretlandi. Þær eru frá Lahore- og Mirpur-héraði í Pakistan en það fyrsta sem þær gerðu eftir vígsluna var að fara fram á pólitískt hæli á Englandi, en þeim hafa borist líflátshótanir, bæði frá Pakistan sem og Bretlandi en samkynhneigð er bönnuð lögum samkvæmt í Pakistan og þykir hún ganga í berhögg við íslam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×