Erlent

Vatíkanið leiðréttir misskilning páfa: Trúlausir fara til helvítis

Jóhannes Stefánsson skrifar
Francis páfi við innsetningu sína í embættið fyrr á árinu.
Francis páfi við innsetningu sína í embættið fyrr á árinu. Mynd/ AFP

Vatíkanið hefur leiðrétt ummæli Francis páfa frá því á fimmtudag þar sem hann sagði í messu að meira að segja þeir sem ekki tryðu á Guð ættu vísan stað við hlið honum í himnaríki. Ummæli páfans voru því skammgóður vermir fyrir trúlausa því samkvæmt talsmanni úr Vatíkaninu er þetta ekki rétt, trúlausir munu fara til helvítis.

Þeir munu því enn um sinn þurfa að sætta sig við vist í helvíti eftir andlát sitt.

Talsmaðurinn, Thomas Rosica, sagði að fólk sem vissi um tilvist Kaþólsku kirkjunnar og vildi ekki tilheyra henni „yrði ekki bjargað.“

Ummæli páfans frá því á fimmtudeginum voru á þá leið að drottinn hefði frelsað alla með blóði Krists. Þá sagði páfinn að trúaðir og trúlausir ættu að hafa það að markmiði að sameinast í góðum verkum.

Hér má sjá ræðu páfans og nánari umfjöllun á vef Examiner.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×