Erlent

Mótmæli í London: Cameron liggur undir ámæli

Jakob Bjarnar skrifar

Mikil mótmæli eru nú á götum London eftir að tveir múslimir drápu breskan hermann með hrottalegum hætti fyrir nokkrum dögum.

Það eru breskir þjóðernissinnar sem standa fyrir mótmælunum sem eru hávær, svo mjög að talað er um hættuástand, en mótmælendur marsera um götur og hrópa nafn hins myrta. Morðið virðist hafa vakið upp mikla andúð á múslimum.

James Cameron forsætisráðherra er nú staddur í fríi á Ibiza og er honum hvergi hlíft í breskum fjölmiðlum. Þannig er aðal fyrirsögn Daily Mail í gær svohljóðandi: "Is Ibiza chillaxed enough for you, Prime Minister?" Og The Sun slær upp: "Crisis? I'm off to Ibiza".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×