Erlent

Henti mömmu sinni af sjöttu hæð og stökk á eftir henni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danskir sjúkraflutningamenn að störfum.
Danskir sjúkraflutningamenn að störfum. Mynd/ AFP.

Karlmaður henti móður sinni út af sjöttu hæð húss í Skovvejen í Árósum í Danmörku í dag. Lögreglan rannsakar málið, að því er fram kemur á fréttavef BT en ekki er útilokað að um líknardráp sé að ræða.

Karlmaðurinn er 53 ára gamall og móðir hans 89 ára. Talið er að hann eigi við andlega erfiðleika að stríða. Hann lyfti móður sinni upp og henti henni yfir grindverk. Þar á eftir henti hann sjálfum sér niður.

Fallið var fimmtán metrar og móðirin lést umsvifalaust. Syninum var aftur á móti veitt fyrsta hjálp á staðnum og ekið á spítala. Þar var hann úrskurðaður látinn. Lögreglan hefur ekki upplýsingar um hvað manningum gekk til. Til stendur að tala við lækni mæðginanna til þess að reyna að fá mynd á það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×