Erlent

Andúð á múslimum blossar upp á Bretlandi

Jakob Bjarnar skrifar
Hrottalegt morðið í London ætlar að draga dilk á eftir sér.
Hrottalegt morðið í London ætlar að draga dilk á eftir sér.

Andúð, eða heilt hatur, á múslimum hefur blossað upp á Bretlandi eftir hrottalegt morð á breskum hermanni.

Tveir múslimskir menn, Michael Adebolajo, 28 ára og Michael Adebowale, 22, eru breskir ríkisborgarar en eiga ætt og uppruna að rekja til Nígeríu, brytjuðu Lee Rigby, hermann í fríi, niður um hábjartan dag í Woolwich-hverfi í London í síðustu viku.

Vídeótökur af þeim náðust eftir hrottalegt morðið þar sem þeir sögðu að þetta væri auga fyrir auga, tönn fyrir tönn; morðið væri svar við hernaðaríhlutun Breska heimsveldisins í ríkjum múslima og drápum því tengt. Almenningi á Bretlandi er að vonum brugðið og David Cameron forsætisráðherra liggur undir ámæli fyrir að hafa brugði sér í frí til Íbiza nú þegar virðist vera að sjóða uppúr í London vegna verknaðarins; með mótmælum á götum úti, árásum á moskur og hafa slæður verið rifnar af múslimskum konum svo fátt eitt sé nefnt.

Morðið hefur leitt til þess að andúð á múslimum, ótti og hatur, hefur aukist mjög í Bretlandi. Ný könnun leiðir í ljós að þeir sem telja lýðræðinu breska stafa ógn af múslimum fór upp í 34 prósent úr 30 í nóvember síðastliðnum. Þá telja tveir þriðju Breta að gjá hafi myndast milli múslima og hvítra á Bretlandi. Þeir sem voru þeirrar skoðunar fyrir ári voru 9 prósent, þannig að þarna eru um stökkbreytingu á viðhorfi að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×