Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Selfoss 2-1 | Garðar hetja Skagamanna Kristinn Páll Teitsson á Akranesi skrifar 29. maí 2013 10:40 Skagamenn bókuðu miða sinn í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með naumum 2-1 sigri á Selfyssingum í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og skoraði Garðar Bergmann sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks hennar. Bæði liðin hafa farið hægt af stað í sumar með þrjú stig. Bæði liðin eru í 10. sæti, ÍA í Pepsi deildinni en Selfoss í 1. deildinni. Heimamenn byrjuðu betur og fengu betri færin framan af en þegar leið á leikinn virtust þeir detta út úr leiknum og gestirnir gengu á lagið. Illa gekk þó að skora og varði Páll Gísli í marki ÍA tvisvar vel, víti frá Javier Lacalle og skalla frá Joseph Yoffe. Spilamennskan í fyrri hálfleik var ekkert til að hrópa húrra fyrir og gátu bæði liðin gert mun betur. Lengst af var það sama upp á teningunum í seinni hálfleik, hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi fyrstu þrjátíu mínútur hálfleiksins. Upp úr þurru kom svo fyrsta mark leiksins, langur bolti kom inn á vítateig Selfyssinga og þar var Garðar Gunnlaugsson mættur, skallaði boltann niður fyrir Jóhannes Karl sem skoraði með bylmingsskoti á 81. mínútu. Þegar heimamenn virtust vera að sigla sigrinum heim kom jöfnunarmark Selfyssinga úr ólíklegri átt, Sigurður Eyberg Guðlaugsson skoraði með góðu skoti úr hornspyrnu. Hvorugt liðið náði að stela sigrinum á síðustu mínútunum og þurfti að grípa til framlengingu til að útkljá leikinn. Fyrri framlengingin var framhald af fyrstu 90 mínútum leiksins, liðin áttu erfitt með að skapa sér færi. Í upphafi seinni framlengingarinnar kom svo sigurmarkið, eftir góðan sprett hjá Joakim Wrele gaf hann fyrir þar sem Garðar Bergmann var mættur og kláraði færið. Garðar fékk svo færi til að klára leikinn rétt fyrir lok leiksins þegar Joakim Wrele fékk víti. Spyrna Garðars var hinsvegar léleg og var töluvert framhjá. Selfyssingar brunuðu í sókn og úr hornspyrnu áttu þeir skot sem var bjargað á línu en nær komust þeir ekki.Þórður: Bikarleikir eru baráttuleikir„Bikarleikir eru yfirleitt miklir baráttuleikir, sérstaklega þegar lið úr neðri deildunum mætir liði í efstu deild verða oft læti og baráttan í fyrirrúmi," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA eftir leikinn. „Þeir fá einhver færi en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna frá A-Ö í 120 mínútur. Við lendum í basli í framlengingunni þegar Jói Kalli meiddist og við vorum nánast manni færri síðustu 20 mínútur framlengingarinnar," Eftir mikla baráttu kom fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti frá fyrirliða Skagamanna, Jóhannesi Karli. „Það var virkilega gert hjá strákunum, góður bolti upp á Garðar sem lagði boltann á Jóa og hann kláraði þetta vel. Selfyssingar svöruðu með góðu marki úr hornspyrnu sem við eigum ekki að vera að fá á okkur," Skagamenn náðu forskotinu aftur í framlengingunni og hefðu getað gert út af við leikinn þegar örfáar mínútur voru eftir en Garðar brenndi af víti. Selfyssingar brunuðu beint í sókn og var skot þeirra hreinsað af línu. „Ég fékk í magann þegar hann klúðraði vítinu, við vorum manni færri og við vissum að restin yrði erfið. Samkvæmt handritinu hefðu þeir geta jafnað í restina en sem betur fer kláruðu strákarnir þetta vel," sagði Þórður.Gunnar: Baráttuleikur sem var mjög fjörugur„Ég veit ekki hvað þið kallið fallega knattspyrnu, þetta var baráttuleikur sem mér fannst mjög fjörugur," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Selfyssinga eftir leikinn. „Það voru þónokkur góð færi og nóg af lífi í leiknum svo mér fannst þetta líflegur leikur. Það er hinsvegar hægt að spila betri knattspyrnu," Selfyssingar fengu dauðafæri til að ná forskotinu eftir 34. mínútu en Páll Gísli varði víti Javier Zurbeno Lacella. Hann varði svo aftur vel frá Joseph David Yoffe seinna í hálfleiknum. „Við fengum betri færi en leikurinn var í jafnvægi. Skagamenn fengu líka sín færi, þetta var bara spurning hvar markið myndi detta. Eftir að þeir skoruðu duttu þeir aftur og við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og jafna á seinustu stundu." „Sigurður er með hörku skotfót og hann gerði mjög vel að klára færið. Ég var vongóður að við myndum ná að klára þetta í framlengingunni en því miður fór þetta á hinn veginn," Skagamenn fengu fínt færi til að klára leikinn á seinustu mínútum leiksins en brenndu af víti. Selfyssingar brunuðu í sókn og mátti litlu muna að þeir næðu að komast í vítaspyrnukeppni. „Þetta var týpískt eftir leiknum, hann var sveiflukenndur og það hefði verið eftir því að ná að skora í lokin og komast í vítakeppnina," sagði Gunnar að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Skagamenn bókuðu miða sinn í 16-liða úrslit Borgunarbikarsins með naumum 2-1 sigri á Selfyssingum í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og skoraði Garðar Bergmann sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks hennar. Bæði liðin hafa farið hægt af stað í sumar með þrjú stig. Bæði liðin eru í 10. sæti, ÍA í Pepsi deildinni en Selfoss í 1. deildinni. Heimamenn byrjuðu betur og fengu betri færin framan af en þegar leið á leikinn virtust þeir detta út úr leiknum og gestirnir gengu á lagið. Illa gekk þó að skora og varði Páll Gísli í marki ÍA tvisvar vel, víti frá Javier Lacalle og skalla frá Joseph Yoffe. Spilamennskan í fyrri hálfleik var ekkert til að hrópa húrra fyrir og gátu bæði liðin gert mun betur. Lengst af var það sama upp á teningunum í seinni hálfleik, hvorugt liðið náði að skapa sér almennileg færi fyrstu þrjátíu mínútur hálfleiksins. Upp úr þurru kom svo fyrsta mark leiksins, langur bolti kom inn á vítateig Selfyssinga og þar var Garðar Gunnlaugsson mættur, skallaði boltann niður fyrir Jóhannes Karl sem skoraði með bylmingsskoti á 81. mínútu. Þegar heimamenn virtust vera að sigla sigrinum heim kom jöfnunarmark Selfyssinga úr ólíklegri átt, Sigurður Eyberg Guðlaugsson skoraði með góðu skoti úr hornspyrnu. Hvorugt liðið náði að stela sigrinum á síðustu mínútunum og þurfti að grípa til framlengingu til að útkljá leikinn. Fyrri framlengingin var framhald af fyrstu 90 mínútum leiksins, liðin áttu erfitt með að skapa sér færi. Í upphafi seinni framlengingarinnar kom svo sigurmarkið, eftir góðan sprett hjá Joakim Wrele gaf hann fyrir þar sem Garðar Bergmann var mættur og kláraði færið. Garðar fékk svo færi til að klára leikinn rétt fyrir lok leiksins þegar Joakim Wrele fékk víti. Spyrna Garðars var hinsvegar léleg og var töluvert framhjá. Selfyssingar brunuðu í sókn og úr hornspyrnu áttu þeir skot sem var bjargað á línu en nær komust þeir ekki.Þórður: Bikarleikir eru baráttuleikir„Bikarleikir eru yfirleitt miklir baráttuleikir, sérstaklega þegar lið úr neðri deildunum mætir liði í efstu deild verða oft læti og baráttan í fyrirrúmi," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA eftir leikinn. „Þeir fá einhver færi en mér fannst við stjórna leiknum meira og minna frá A-Ö í 120 mínútur. Við lendum í basli í framlengingunni þegar Jói Kalli meiddist og við vorum nánast manni færri síðustu 20 mínútur framlengingarinnar," Eftir mikla baráttu kom fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti frá fyrirliða Skagamanna, Jóhannesi Karli. „Það var virkilega gert hjá strákunum, góður bolti upp á Garðar sem lagði boltann á Jóa og hann kláraði þetta vel. Selfyssingar svöruðu með góðu marki úr hornspyrnu sem við eigum ekki að vera að fá á okkur," Skagamenn náðu forskotinu aftur í framlengingunni og hefðu getað gert út af við leikinn þegar örfáar mínútur voru eftir en Garðar brenndi af víti. Selfyssingar brunuðu beint í sókn og var skot þeirra hreinsað af línu. „Ég fékk í magann þegar hann klúðraði vítinu, við vorum manni færri og við vissum að restin yrði erfið. Samkvæmt handritinu hefðu þeir geta jafnað í restina en sem betur fer kláruðu strákarnir þetta vel," sagði Þórður.Gunnar: Baráttuleikur sem var mjög fjörugur„Ég veit ekki hvað þið kallið fallega knattspyrnu, þetta var baráttuleikur sem mér fannst mjög fjörugur," sagði Gunnar Guðmundsson, þjálfari Selfyssinga eftir leikinn. „Það voru þónokkur góð færi og nóg af lífi í leiknum svo mér fannst þetta líflegur leikur. Það er hinsvegar hægt að spila betri knattspyrnu," Selfyssingar fengu dauðafæri til að ná forskotinu eftir 34. mínútu en Páll Gísli varði víti Javier Zurbeno Lacella. Hann varði svo aftur vel frá Joseph David Yoffe seinna í hálfleiknum. „Við fengum betri færi en leikurinn var í jafnvægi. Skagamenn fengu líka sín færi, þetta var bara spurning hvar markið myndi detta. Eftir að þeir skoruðu duttu þeir aftur og við náðum að koma okkur aftur inn í leikinn og jafna á seinustu stundu." „Sigurður er með hörku skotfót og hann gerði mjög vel að klára færið. Ég var vongóður að við myndum ná að klára þetta í framlengingunni en því miður fór þetta á hinn veginn," Skagamenn fengu fínt færi til að klára leikinn á seinustu mínútum leiksins en brenndu af víti. Selfyssingar brunuðu í sókn og mátti litlu muna að þeir næðu að komast í vítaspyrnukeppni. „Þetta var týpískt eftir leiknum, hann var sveiflukenndur og það hefði verið eftir því að ná að skora í lokin og komast í vítakeppnina," sagði Gunnar að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira