Erlent

Lést af stungusárum

Birgir Þór Harðarson skrifar
Hermaðurinn var á gangi við Woowich-búðirnar í London þegar á hann var ráðist.
Hermaðurinn var á gangi við Woowich-búðirnar í London þegar á hann var ráðist.

Banamein hermannsins sem ráðist var á í London í síðustu viku voru fjölmörg stungusár og skurðir sem hann hlaut. Þetta staðfesti krufningarlæknir.

Hermaðurinn var ekki að sinna herskyldum þegar árásin átti sér stað nálægt herbúðum breska hersins í höfuðborginni. Talið er að árásin hafi verið gerð af íslömskum ofsatrúarmönnum með stóra hnífa og kjötaxir.

Scotland Yard, rannsóknarlögreglan í Bretlandi, segir að hermaðurinn hafi verið á göngu nærri herbúðunum þegar hann varð fyrir blárri bifreið. Þá hafi mennirnir ráðist á hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×