FBI deilir barnaklámi til að góma níðinga 29. maí 2013 22:03 Robert Mueller, æðsti yfirmaður FBI Mynd/AP Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafði upp á barnaklámshring í Nebraska í fyrra. Í stað þess að stöðva starfsemi hringsins um leið hélt alríkislögreglan áfram að deila barnaklámefni í gegnum vefsíðu hringsins í því skyni að góma þá sem voru í samskiptum við og nýttu sér vefsíðu hringsins. Myndirnar sem deilt var sýna þegar börnum er nauðgað, þau höfð til sýnis eða þau misnotuð á annan hátt. Lögreglan hélt vefsíðunni gangandi í tvær vikur á meðan tilraun var gerð til að komast að því hverjir það væru sem skipuðu hóp meira en 5.000 notenda hennar. Gögn sem voru lögð fram í rétti staðfesta að alríkislögreglan hafi haft þennan háttinn á, en í gögnunum er haft eftir sérfræðingi hjá lögreglunni hvernig rannsóknin fór fram.Vatnaskil í rannsóknum í málaflokknum Rannsóknin þykir marka vatnaskil hjá lögregluyfirvöldum vestanhafs sem hafa hingað til beint sjónum sínum að þeim sem hafa framleitt slíkt efni en ekki þeim sem hafa neytt þess. Hingað til hafa mál af þessu tagi komist upp þegar ábendingar hafa borist lögreglunni og í kjölfarið hafa fulltrúar lögregluyfirvalda hafið rannsóknir. Ekki er vitað til þess að alríkislögreglan hafi áður beinlínis gengið í hlutverk brotamannsins til þess að reyna að hafa uppi á þeim sem hafa neytt efnisins, en samkvæmt fyrrgreindum gögnum mun lögreglan hafa brugðið á þetta ráð þegar hefðbundnar aðferðir báru ekki árangur. Nánar má lesa um málið á vefsíðu SFGate. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hafði upp á barnaklámshring í Nebraska í fyrra. Í stað þess að stöðva starfsemi hringsins um leið hélt alríkislögreglan áfram að deila barnaklámefni í gegnum vefsíðu hringsins í því skyni að góma þá sem voru í samskiptum við og nýttu sér vefsíðu hringsins. Myndirnar sem deilt var sýna þegar börnum er nauðgað, þau höfð til sýnis eða þau misnotuð á annan hátt. Lögreglan hélt vefsíðunni gangandi í tvær vikur á meðan tilraun var gerð til að komast að því hverjir það væru sem skipuðu hóp meira en 5.000 notenda hennar. Gögn sem voru lögð fram í rétti staðfesta að alríkislögreglan hafi haft þennan háttinn á, en í gögnunum er haft eftir sérfræðingi hjá lögreglunni hvernig rannsóknin fór fram.Vatnaskil í rannsóknum í málaflokknum Rannsóknin þykir marka vatnaskil hjá lögregluyfirvöldum vestanhafs sem hafa hingað til beint sjónum sínum að þeim sem hafa framleitt slíkt efni en ekki þeim sem hafa neytt þess. Hingað til hafa mál af þessu tagi komist upp þegar ábendingar hafa borist lögreglunni og í kjölfarið hafa fulltrúar lögregluyfirvalda hafið rannsóknir. Ekki er vitað til þess að alríkislögreglan hafi áður beinlínis gengið í hlutverk brotamannsins til þess að reyna að hafa uppi á þeim sem hafa neytt efnisins, en samkvæmt fyrrgreindum gögnum mun lögreglan hafa brugðið á þetta ráð þegar hefðbundnar aðferðir báru ekki árangur. Nánar má lesa um málið á vefsíðu SFGate.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira