Virðist eiga sér langa ofbeldissögu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 14. maí 2013 13:38 Castro í réttarsal í Cleveland þegar ákærurnar voru gefnar út. Mynd/AP Nafn Ariels Castro er að finna víðsvegar í skýrslum lögreglunnar í Cleveland, og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ganga í skrokk á sambýliskonu sinni, hóta manni með skóflu og nema barn á brott í skólabíl. Eins og greint hefur verið frá hefur Castro verið ákærður fyrir mannrán og nauðganir, en hann er talinn hafa haldið þremur konum á heimili sínu gegn vilja þeirra í áratug. Konurnar voru frelsaðar í byrjun síðustu viku, ásamt sex ára gamalli stúlku sem DNA-rannsókn hefur sýnt að er barn Castros. Haft hefur verið eftir nokkrum ættingja og vina Castros að hann sé kurteis og rólegur maður, bæði vingjarnlegur og hamingjusamur. En þegar skýrslur lögreglunnar í Cleveland eru skoðaðar kemur ýmislegt misjafnt í ljós. Þann 30. september 1989 óskaði sambýliskona Castros, Grimilda Figueroa, eftir lögregluaðstoð og við skýrslutöku sagði hún Castro hafa ráðist á sig, skellt sér ítrekað utan í vegg og utan í þvottavél. Hún sagði þetta ekki vera í fyrsta skipti sem hann hefði lagt á hana hendur, þó hún hefði aldrei tilkynnt það fyrr. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar vegna áverka á öxl. Engin gögn liggja fyrir um kæru vegna málsins en Figueroa lést í fyrra úr krabbameini. Í mars 1993 var lögregla kölluð til í skólabíl sem Castro ók, og var hann sakaður af tveimur foreldrum um að hrinda sér þegar þau komu að máli við hann vegna stríðni sem sonur þeirra hafði orðið fyrir í vagninum.Misþyrmdi sambýliskonunni Í desember sama ár var Castro handtekinn fyrir árás á Figueroa. Hann var sagður hafa hent henni í jörðina, slegið hana í andlitið og sparkað í hana þar sem hún lá. Figueroa vildi ekki kæra en borgarsaksóknari í Cleveland gaf hins vegar út ákæru. Castro var þó ekki sakfelldur. Í nóvember 1994 slapp Castro við kæru eftir að hafa verið sakaður um að hóta manni með skóflu. Tveimur árum síðar er hann sagður hafa haft í hótunum við kærasta Figueroa, sem hafði þá farið frá Castro, og sagði maðurinn við skýrslutöku að Castro hefði næstum keyrt yfir sig. Í ágúst sama ár sakaði nágrannakona Castro um að hafa haft í hótunum við sig. Þann 26. janúar 2004 var Castro svo handtekinn fyrir að nema barn á brott í skólabílnum sem hann ók. Þarna er talið að hann hafi verið búinn að ræna þeim Amöndu Knight og Michelle Berry. Castro er sagður hafa skilið barnið eftir í skólabílnum á meðan hann fór inn á veitingastað til að fá sér að borða. Niðurstöður lögreglurannsóknar voru þó þær að ekki þætti ástæða til að gefa út ákæru þar sem Castro hefði ekki vísvitandi gert barninu mein. Tengdar fréttir „Hann er skrímsli og ég vona að hann rotni í fangelsi“ Bræður Ariel Castro segjast niðurbrotnir yfir glæpum bróður síns. 13. maí 2013 11:36 Ein kvennanna eignaðist dóttur í prísundinni Búið er að handtaka þrjá bræður sem eru grunaðir um að hafa rænt þremur konum og haldið þeim föngnum á heimili eins þeirra í Cleveland í Bandaríkjunum í um tíu ár. Konunum var bjargað í gær auk sex ára gamallar stúlku sem AP fréttastofan segir að sé dóttir Amöndu Berry. 7. maí 2013 13:58 Móðir DeJesus gæti ekki hugsað sér betri mæðradag „Ég gæti ekki hugsað mér betri mæðradag,“ sagði Nancy Ruiz, móðir Gina DeJesus sem er ein þriggja kvenna sem slapp úr hryllilegri prísund Ariel Castro fyrr í vikunni, í samtali við Reuters fréttastofuna. 12. maí 2013 13:46 Sonurinn hafði ekki hugmynd Anthony Castro segist miður sín vegna hryllilegra glæpa föður síns. 7. maí 2013 21:22 Tvær kvennanna komnar til síns heima Tvær kvennanna þriggja sem var haldið föngnum í húsi í Cleveland í áratug sneru heim til sín í gær. Sú þriðja er sögð við góða líkamlega heilsu á spítala í borginni. 9. maí 2013 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
Nafn Ariels Castro er að finna víðsvegar í skýrslum lögreglunnar í Cleveland, og hefur hann meðal annars verið sakaður um að ganga í skrokk á sambýliskonu sinni, hóta manni með skóflu og nema barn á brott í skólabíl. Eins og greint hefur verið frá hefur Castro verið ákærður fyrir mannrán og nauðganir, en hann er talinn hafa haldið þremur konum á heimili sínu gegn vilja þeirra í áratug. Konurnar voru frelsaðar í byrjun síðustu viku, ásamt sex ára gamalli stúlku sem DNA-rannsókn hefur sýnt að er barn Castros. Haft hefur verið eftir nokkrum ættingja og vina Castros að hann sé kurteis og rólegur maður, bæði vingjarnlegur og hamingjusamur. En þegar skýrslur lögreglunnar í Cleveland eru skoðaðar kemur ýmislegt misjafnt í ljós. Þann 30. september 1989 óskaði sambýliskona Castros, Grimilda Figueroa, eftir lögregluaðstoð og við skýrslutöku sagði hún Castro hafa ráðist á sig, skellt sér ítrekað utan í vegg og utan í þvottavél. Hún sagði þetta ekki vera í fyrsta skipti sem hann hefði lagt á hana hendur, þó hún hefði aldrei tilkynnt það fyrr. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar vegna áverka á öxl. Engin gögn liggja fyrir um kæru vegna málsins en Figueroa lést í fyrra úr krabbameini. Í mars 1993 var lögregla kölluð til í skólabíl sem Castro ók, og var hann sakaður af tveimur foreldrum um að hrinda sér þegar þau komu að máli við hann vegna stríðni sem sonur þeirra hafði orðið fyrir í vagninum.Misþyrmdi sambýliskonunni Í desember sama ár var Castro handtekinn fyrir árás á Figueroa. Hann var sagður hafa hent henni í jörðina, slegið hana í andlitið og sparkað í hana þar sem hún lá. Figueroa vildi ekki kæra en borgarsaksóknari í Cleveland gaf hins vegar út ákæru. Castro var þó ekki sakfelldur. Í nóvember 1994 slapp Castro við kæru eftir að hafa verið sakaður um að hóta manni með skóflu. Tveimur árum síðar er hann sagður hafa haft í hótunum við kærasta Figueroa, sem hafði þá farið frá Castro, og sagði maðurinn við skýrslutöku að Castro hefði næstum keyrt yfir sig. Í ágúst sama ár sakaði nágrannakona Castro um að hafa haft í hótunum við sig. Þann 26. janúar 2004 var Castro svo handtekinn fyrir að nema barn á brott í skólabílnum sem hann ók. Þarna er talið að hann hafi verið búinn að ræna þeim Amöndu Knight og Michelle Berry. Castro er sagður hafa skilið barnið eftir í skólabílnum á meðan hann fór inn á veitingastað til að fá sér að borða. Niðurstöður lögreglurannsóknar voru þó þær að ekki þætti ástæða til að gefa út ákæru þar sem Castro hefði ekki vísvitandi gert barninu mein.
Tengdar fréttir „Hann er skrímsli og ég vona að hann rotni í fangelsi“ Bræður Ariel Castro segjast niðurbrotnir yfir glæpum bróður síns. 13. maí 2013 11:36 Ein kvennanna eignaðist dóttur í prísundinni Búið er að handtaka þrjá bræður sem eru grunaðir um að hafa rænt þremur konum og haldið þeim föngnum á heimili eins þeirra í Cleveland í Bandaríkjunum í um tíu ár. Konunum var bjargað í gær auk sex ára gamallar stúlku sem AP fréttastofan segir að sé dóttir Amöndu Berry. 7. maí 2013 13:58 Móðir DeJesus gæti ekki hugsað sér betri mæðradag „Ég gæti ekki hugsað mér betri mæðradag,“ sagði Nancy Ruiz, móðir Gina DeJesus sem er ein þriggja kvenna sem slapp úr hryllilegri prísund Ariel Castro fyrr í vikunni, í samtali við Reuters fréttastofuna. 12. maí 2013 13:46 Sonurinn hafði ekki hugmynd Anthony Castro segist miður sín vegna hryllilegra glæpa föður síns. 7. maí 2013 21:22 Tvær kvennanna komnar til síns heima Tvær kvennanna þriggja sem var haldið föngnum í húsi í Cleveland í áratug sneru heim til sín í gær. Sú þriðja er sögð við góða líkamlega heilsu á spítala í borginni. 9. maí 2013 07:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Sjá meira
„Hann er skrímsli og ég vona að hann rotni í fangelsi“ Bræður Ariel Castro segjast niðurbrotnir yfir glæpum bróður síns. 13. maí 2013 11:36
Ein kvennanna eignaðist dóttur í prísundinni Búið er að handtaka þrjá bræður sem eru grunaðir um að hafa rænt þremur konum og haldið þeim föngnum á heimili eins þeirra í Cleveland í Bandaríkjunum í um tíu ár. Konunum var bjargað í gær auk sex ára gamallar stúlku sem AP fréttastofan segir að sé dóttir Amöndu Berry. 7. maí 2013 13:58
Móðir DeJesus gæti ekki hugsað sér betri mæðradag „Ég gæti ekki hugsað mér betri mæðradag,“ sagði Nancy Ruiz, móðir Gina DeJesus sem er ein þriggja kvenna sem slapp úr hryllilegri prísund Ariel Castro fyrr í vikunni, í samtali við Reuters fréttastofuna. 12. maí 2013 13:46
Sonurinn hafði ekki hugmynd Anthony Castro segist miður sín vegna hryllilegra glæpa föður síns. 7. maí 2013 21:22
Tvær kvennanna komnar til síns heima Tvær kvennanna þriggja sem var haldið föngnum í húsi í Cleveland í áratug sneru heim til sín í gær. Sú þriðja er sögð við góða líkamlega heilsu á spítala í borginni. 9. maí 2013 07:00