Erlent

Sprengingarnar í Boston refsing fyrir hernaðaraðgerðir

Jakob Bjarnar skrifar
Tsamaev-bræðurnir ætluðu sprengingarnar að vera refsing vegna hernaðar Bandaríkjamanna í löndum múslima.
Tsamaev-bræðurnir ætluðu sprengingarnar að vera refsing vegna hernaðar Bandaríkjamanna í löndum múslima.

Dzhokhar Tsamaev, sem ákærður hefur verið fyrir sprengingarnar í Boston, við maraþonið þar í borg fyrir mánuði, en hann fannst í felum í báti nokkrum dögum eftir tilræðið, skyldi eftir handskrifuð skilaboð þar sem hann lýsti sprengingunum sem makleg málagjöld Bandaríkjamanna og refsing þeim til handa fyrir hernað þeirra í löndum múslima.

CBS greinir frá því að þessi skilaboð hafi fundist, skrifuð með penna á vegg í klefa bátsins þar sem hann fannst í sárum eftir að hafa fengið í sig byssukúlu eftir átök við lögreglu. Skilaboðin skýra hver ásetningurinn var að baki tilræðinu.

Þá kemur einnig fram að Dzhokhar grætur ekki eldri bróður sinn og samverkamann í sprengjutilræðinu, Tamerlan sem féll í átökum við lögreglu, sem nú er í paradís að hans mati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×