ESB bannar fjölnota olíukrúsir á veitingahúsum Jóhannes Stefánsson skrifar 19. maí 2013 15:20 Ílát af þessu tagi munu heyra sögunni til á veitingastöðum í Evrópu Mynd/ AP Skálar og krúsir með alls kyns sósum og olíum, einkum og sér í lagi ólífuolíu heyra brátt sögunni til á veitingastöðum innan landa Evrópusambandsins. Þann 1. janúar 2014 taka gildi lög sem kveða á um að ólífuolía „sem stillt er upp á borði veitingastaðs" verði að vera í forpökkuðum verksmiðjuframleiddum umbúðum með sérstökum stút og merkingum í samræmi við reglugerðir sambandsins. Þar með mun veitingahúsum vera óheimilt að bera fram olíur og dressingar í fjölnota glerílátum en slíkt mun hafa það í för með sér að veitingahús geta ekki keypt birgðir af litlum framleiðendum sem ekki geta uppfyllt fyrrnefndar kröfur. Sam Clark, sem er matargagnrýnandi og kokkur á hinum fræga Moro veitingastað í London sagði við fréttamiðilinn Daily Telegraph að nú þyrfti hann að hætta að bera fram sérvalda spænska ólífuolíu með brauðinu á veitingastaðnum. „Þetta mun hafa áhrif á okkur. Þetta snýst um val og frelsi til að velja. Við kaupum olíuna okkar frá spænskum bónda til að þjónusta gesti okkar," sagði Sam. „Meiri pakkningar eru ekki umhverfisvænar og munu takmarka val okkar á olíu við þá sem er fjöldaframleidd." Clark Heldur því fram að löggjöfin muni gera út af við lítil fyrirtæki og frumkvöðla í greininni en gagnast stórum framleiðendum sem eiga undir högg að sækja á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fært þau rök fyrir setningu laganna að þau muni auka hreinlæti og bæta ímynd ólífuolíunnar. „Þetta er gert til að tryggja gæði og uppruna ólífuolíunnar. Markmiðið er að upplýsa og vernda neytendur. Við eigum líka von á því að þetta muni auka á hreinlæti," sagði embættismaður á vegum framkvæmdastjórnarinnar. Clark gefur lítið fyrir þessa röksemdafærslu og segir hana yfirlætisfulla og gera lítið úr neytendum. „Viðskiptavinirnir eru ekki heimskir, þeir væru þeir fyrstu til að uppgötva það ef eitthvað væri óeðlilegt við vöruna." Viðbrögð Martin Callanan, þingmanns á Evrópuþinginu voru á svipaða lund: „Er kominn 1. apríl?" Ítarlega er fjallað um málið á vef The Telegraph. Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Skálar og krúsir með alls kyns sósum og olíum, einkum og sér í lagi ólífuolíu heyra brátt sögunni til á veitingastöðum innan landa Evrópusambandsins. Þann 1. janúar 2014 taka gildi lög sem kveða á um að ólífuolía „sem stillt er upp á borði veitingastaðs" verði að vera í forpökkuðum verksmiðjuframleiddum umbúðum með sérstökum stút og merkingum í samræmi við reglugerðir sambandsins. Þar með mun veitingahúsum vera óheimilt að bera fram olíur og dressingar í fjölnota glerílátum en slíkt mun hafa það í för með sér að veitingahús geta ekki keypt birgðir af litlum framleiðendum sem ekki geta uppfyllt fyrrnefndar kröfur. Sam Clark, sem er matargagnrýnandi og kokkur á hinum fræga Moro veitingastað í London sagði við fréttamiðilinn Daily Telegraph að nú þyrfti hann að hætta að bera fram sérvalda spænska ólífuolíu með brauðinu á veitingastaðnum. „Þetta mun hafa áhrif á okkur. Þetta snýst um val og frelsi til að velja. Við kaupum olíuna okkar frá spænskum bónda til að þjónusta gesti okkar," sagði Sam. „Meiri pakkningar eru ekki umhverfisvænar og munu takmarka val okkar á olíu við þá sem er fjöldaframleidd." Clark Heldur því fram að löggjöfin muni gera út af við lítil fyrirtæki og frumkvöðla í greininni en gagnast stórum framleiðendum sem eiga undir högg að sækja á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fært þau rök fyrir setningu laganna að þau muni auka hreinlæti og bæta ímynd ólífuolíunnar. „Þetta er gert til að tryggja gæði og uppruna ólífuolíunnar. Markmiðið er að upplýsa og vernda neytendur. Við eigum líka von á því að þetta muni auka á hreinlæti," sagði embættismaður á vegum framkvæmdastjórnarinnar. Clark gefur lítið fyrir þessa röksemdafærslu og segir hana yfirlætisfulla og gera lítið úr neytendum. „Viðskiptavinirnir eru ekki heimskir, þeir væru þeir fyrstu til að uppgötva það ef eitthvað væri óeðlilegt við vöruna." Viðbrögð Martin Callanan, þingmanns á Evrópuþinginu voru á svipaða lund: „Er kominn 1. apríl?" Ítarlega er fjallað um málið á vef The Telegraph.
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira