Erlent

Ástvinir þeirra sem fórust í Boston fagna handtökunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fagnað var á götum úti þegar fréttist af handtökunni. Á innfelldu myndinni er Martin Richards sem lést.
Fagnað var á götum úti þegar fréttist af handtökunni. Á innfelldu myndinni er Martin Richards sem lést. Mynd/ AFP.
Fjölskyldur þeirra sem fórust í sprengingunum í Boston á mánudaginn fögnuðu í nótt þegar ljóst var að Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðirinn sem stóð að árásunum, hafði verið handtekinn í Watertown, úthverfi Boston. Sá eldri var skotinn til bana í fyrrinótt.

Fjölskylda Martins Richard, átta ára gamals drengs, sem fórst í sprengingunni þakkaði lögreglumönnum sem hafa unnið tímum saman til þess að leysa málið. Fjölskyldan þakkaði einnig óbreyttum borgurum sem hafa gefið vísbendingar og sent myndir sem leiddu til handtöku mannanna.

„Í kvöld fagnar fjölskyldan starfi lögreglunnar og treystir því að réttarkerfið muni vinna sitt verk, sagði fjölskyldan í yfirlýsingu sem var send í gær. Móðir Martins og systir voru á meðal þeirra 180 sem særðust í sprengingunni.

Bróðir Krystle Cample, 29 ára gamals veitingaeiganda sem fórst í sprengingunni, sagði við Boston Globe að hann fagnaði handtökunni.

Fox News sagði frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×