Erlent

Óvíst hvenær yngri bróðirinn verður yfirheyrður

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Yngri bróðirinn er særður eftir atburði föstudagsins.
Yngri bróðirinn er særður eftir atburði föstudagsins. Mynd/ afp.
Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að yfirheyra hinn nítján ára gamla Dzhokhar Tsarnaev sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjuárásunum í Boston síðastliðinn mánudag. Hann liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi í borginni en hann slasaðist alvarlega í skotbardaga við lögreglu í bænum Newtown á föstudaginn.

Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að Dzhokhar hafi verið skotinn í hálsinn og sé því mállaus sem stendur. Talið er að Dzhokhar hafi orðið valdur að þremur dauðsföllum við endamark Boston-maraþonsins þegar hann og eldri bróðir hans, sem féll í skotárás við lögreglu fyrr í vikunni, sprengdu tvo hraðsuðupotta hlaðna sprengiefni, nöglum og brotajárni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×