Erlent

Kerry kominn frá Tyrklandi

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
John Kerry er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
John Kerry er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd/ AFP.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, lauk í nótt sólarhrings heimsókn sinni til Tyrklands. Þar reyndi Kerry að miðla málum milli yfirvalda í Ísrael og Tyrklands en andað hefur köldu milli þeirra síðan tíu tyrkneskir sjálfboðaliðar létust í árás Ísraelsmanna á skip sem flutti hjálpargögn og aðrar nauðsynjar til Gazastrandarinnar árið tvö þúsund og tíu.

Friður í Austurlöndum nær er eitt af höfuðmarkmiðum Obama Bandaríkjaforseta. Sérfræðingar eru sammála um að nær útilokað sé að ná þessu markmiði án stuðnings frá Ísraelmönnum og Tyrkjum. Talið er að viðræðurnar í Tyrklandi hafi borið árangur og að það sé nú aðeins tímaspursmál hvenær hefðbundnum milliríkjasamskiptum milli Tyrklands og Ísraels verði komið á að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×