Erlent

Óvíst hvort yngri árásarmaðurinn muni nokkurn tímann tala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tom Menino, borgarstjóri í Boston, segir óvíst hvort árásarmaðurinn geti nokkurn tímann talað.
Tom Menino, borgarstjóri í Boston, segir óvíst hvort árásarmaðurinn geti nokkurn tímann talað. Mynd/ AFP.
Hugsanlegt er að aldrei verði hægt að taka skýrslu af Dzhokhar Tsarnaev,yngri bróðurnum, sem grunaður er um að hafa staðið að sprengjutilræðinu í Boston á mánudag. Hann liggur alvarlega særður á sjúkrahúsi og er mállaus vegna þess að hann hlaut skot í hálsinn. Hann var handtekinn á föstudagskvöld en eldri bróðir hans var skotinn til bana nóttina áður.

„Við vitum ekki hvort það verði nokkurn tímann hægt að taka skýrslu af honum,“ sagði Tom Menino, borgarstjóri í Boston. Öldungadeildarþingmaðurinn Dan Coats, sem á sæti í leyniþjónustunefnd Bandaríkjaþings, segir líka að það sé vafamál hvort Tsarnaev muni nokkurn tímann geta talað aftur. Það þýði þó ekki að hann geti aldrei aftur tjáð sig en hann sé alls ekki í ástandi núna til þess að tjá sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×