Erlent

Bræðurnir hefðu hugsanlega gert fleiri árásir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Yngri bróðirinn var handtekinn í bát í bakgarði í Watertown.
Yngri bróðirinn var handtekinn í bát í bakgarði í Watertown. Mynd/ afp.
Talið er að bræðurnir sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á sprengingunni í Boston maraþoninu hafi ætlað sér að gera fleiri árásir. Þetta segir Ed Davis, lögreglustjóri í Boston.

Hann sagði í samtali við CBS fréttastöðina að Dzhokhar og Tamerlan Tsarnaev hefðu borið á sér heimagerðar sprengjur og handsprengjur sem þeir hentu í átt að lögreglunni þegar þeir voru umkringdir.

Sérfræðingahópur bíður þess að geta yfirheyrt Dzhokhar Tsarnaev, yngri bróðurinn, en hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að lögreglan skaut á hann skömmu áður en hann var handtekinn.

Mikið magn vopna og sprengiefna fannst í fórum bræðranna, eins og lesa má um í frétt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×