Erlent

Karlar á pilsum frjósamari

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Hámark karlmennskunnar eru Hálandaleikar á Íslandi
Hámark karlmennskunnar eru Hálandaleikar á Íslandi
Sæði karla sem klæðast pilsum en ekki buxum er betra og meira að gæðum og þeir því frjósamari. Þessu halda skoskir vísindamenn fram - nema hvað? Þeir sem ganga að staðaldri í pilsum, helst án nærbuxna, skapa með því kjöraðstæður. Ástæðan er þessi: Til að hreðjar geti framleitt nauðsynlegt magn sæðis þarf pungurinn helst að vera við þriggja gráðu kaldari aðstæður en líkamshitinn segir til um. Betra er því að gusti um slátrið.

Kannanir hafa sýnt að gæði sæðis karla og frjósemi hefur minnkað undanfarin fimmtíu ár. Menn hafa talið þetta tengjast breyttum lífsháttum og mengun. Niðurstöður nýrrar könnunar sem birt var í Scottish Medical Journal benda til þess að þetta tengist hitastiginu. Þröngar nærbuxur auka hita við eistu. Þessu vandamáli er ekki til að dreifa meðal þeirra sem ganga í pilsum, eðli máls samkvæmt.

Samkvæmt rannsókninni er frjósemin mest, og nú mega menn halda sér; á Íslandi en minnst í Slóvakíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×