Erlent

Reyndi að stinga 14 til bana

Árásarmaðurinn.
Árásarmaðurinn. MYND/AP
Nemendur í Texas yfirbugðu nítján ára gamlan mann sem særði fjórtán manns í háskóla nálægt Houston í nótt.

Maðurinn hafði ráðist á fólkið með hníf og reynt að stinga til bana. Fjórir voru fluttir með þyrlu undir læknishendur og tveir sagðir vera í lífshættu.

Árásarmaðurinn reyndi að flýja af vettvangi en þá stukku stúdentar til og yfirbuguðu hann og héldu niðri þangað til að lögregla kom á vettvang.

Ekki er vitað hvað manninum gekk til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×