Erlent

Fullyrða að geimvera hafi fundist

Hópur bandarískra kvikmyndagerðarmanna hefur gefið út að smávaxin geimvera hafi fundist í eyðimörkinni í Síle.

Um þetta er fjallað í nýrri heimildarmynd sem frumsýnd verður seinna í þessum mánuði.

Framleiðendur myndarinnar halda því fram að geimveran í ævaforn og afar smávaxin í þokkabót, eða fimmtán sentímetrar.

Í heimildarmyndinni verður jafnframt rýnt í erfðaefni verunnar en kvikmyndagerðarmennirnir fullyrða að genamengi hennar eigi ekki hliðstæðu í náttúru jarðarinnar.

Hægt er að sjá brot út heimildarmyndinni hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×