Erlent

Norður-Kórea reynir að þreyta andstæðinga sína

MYND/GETTY
Norður-Kóreumenn hafa undanfarna daga flutt eldflaugar sínar til á austurströnd landsins.

Leyniþjónusta Suður-Kóreu fullyrðir að þetta sé gert til að villa fyrir yfirvöldum í Asíu.

Jafnframt sé þetta merki um að Norður-Kóreumenn undirbúi eldflaugaskot á næstunni. Sérfræðinga hafa einnig bent á að þetta sé tilraun yfirvalda í Norður-Kóreu til að þreyta eftirlitsaðila á svæðinu og skjóta síðan eldflaugunum á loft þegar síst skyldi.

Ástandið á Kóreuskaga verður rætt á fundi átta ríkustu þjóða veraldar í Lundúnum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×