Erlent

Telja að Norður Kórea geti skotið kjarnorkusprengjum með eldflaugum

Í óbirtri skýrslu sem unnin hefur verið á vegum bandaríska varnarmálaráðumeytisins kemur fram að Norður Kóreumenn hafi þróað kjarnorkusprengjur og tækni til að skjóta þeim milli landa með langdrægum eldflugum.

Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla um málið segir að þetta hafi komið fram á fundi varnarmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Hingað til hafa Bandaríkjamenn sagt opinberlega að Norður Kóreumenn hefðu ekki getu, eða tækni, til að skjóta kjarnorkusprengjum milli landa með eldflaugum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×