Erlent

Elska gæludýrin meira en ættingjana

Sannkallaður besti vinur mannsins.
Sannkallaður besti vinur mannsins. Ingólfur Júlíusson
Breskir gæludýraeigendur kjósa fremur að halla sér að gæludýri sínu en nánum ættingjum, ef þeim líður illa.

Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var á samskiptavefnum My Social Petwork. Breskir gæludýraeigendur verja 30 dögum á ári í að annast dýr sín, 7 prósent segjast hafa tilkynnt sig veika í vinnu vegna dýra sinna, fjórðungur lítur á dýrið sem barn sitt fremur en óbreytt gæludýr og 15% sögðust treysta gæludýrinu fyrir vandamálum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×