Erlent

Fimm létust í rútuslysi

Frá slysinu í Antwerpen í morgun.
Frá slysinu í Antwerpen í morgun.
Pólsk rúta ók út af á hraðbraut nærri belgísku borginni Antwerpen í morgun. Um borð voru ungmenni frá Rússlandi og létust fimm og eru aðrir fimm farþeganna alvarlega slasaðir.

Nokkrir fleiri hlutu minni meiðsli. Ungmenninn voru á leið frá borginni Volgograd í Rússlandi og á leið til Parísar þegar slysið varð að sögn AP fréttastofunnar. Fjörutíu og tveir voru um borð í rútunni, flestir unglingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×