Erlent

Alifuglabændur í Kína með böggum hildar

Skorað er á menn í Kína að hætta ekki að borða fuglakjöt.
Skorað er á menn í Kína að hætta ekki að borða fuglakjöt.
Tjón sem alifuglaræktendur í Kína hafa orðið fyrir eftir að fuglaflensuveira greindist í mönnum má meta á milljarða. Neyðarástand ríkir í greininni og ríkisfjölmiðlar í Kína hafa hvatt menn til að hætta ekki að borga fuglakjöt - bændur eigi það ekki skilið af neytendum.

Fyrir helgi greindust 20 með fuglaflensu sem þýðir að alls hafa 60 manns greinst með veikina en 13 hafa þegar dáið af hennar völdum. Enn er ekki vitað hvernig veiran berst í menn en ekki er talið að hún berist manna á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×