Erlent

Nýtt nýra á tilraunastofu

Nýrað sem vísindamönnum tókst að framleiða á tilraunastofunni.
Nýrað sem vísindamönnum tókst að framleiða á tilraunastofunni.
Bandarískum vísindamönnum hefur  tekist að framleiða, eða rækta, nýra á tilraunastofu.

Þegar hefur slíkt nýra verið grætt í dýr og þar framleiddi það þvag eins og lög gera ráð fyrir. Menn binda miklar vonir við þessa uppgötvun en rannsókn á vegum Nature Medicene tímaritsins sýnir að gervinýra hefur takmarkaða starfsgetu. Vísindamennirnir nota svipaða tækni við ræktun þessa nýra og er þekkt við ræktun annarra líffæra, en nýrað er það lang flóknasta sem tekist hefur að rækta fram til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×