Erlent

Tvítugur Sádi Arabi grunaður um ódæðið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglumenn að störfum í Boston.
Lögreglumenn að störfum í Boston. Mynd/ Getty.
Tvítugur karlmaður frá Sádi - Arabíu hefur verið handtekinn, grunaður um að standa að baki sprengingunum í Boston. Þetta fullyrðir fréttavefur New York Post. Samkvæmt blaðinu eru hann í gæslu á ónefndum spítala í Boston. Fox News segir að maðurinn hafi brunnið illa. Maðurinn mun hafa verið handtekinn skömmu eftir að fyrsta sprengjan sprakk í maraþoninu.

Þá hefur lögreglan myndskeið af manni sem bar bakpoka á sprengjusvæðið, eftir því sem CBS fréttastofan greindi frá. Þá segir New York Post að lögreglan hafi staðfest að 12 manns hafi farist í sprengingunni. Tölur yfir látna og særða eru hins vegar mjög á reiki. New York Post segir að 50 séu særðir en aðrir fjölmiðlar, þar á meðal Fox, fullyrða að tala særðra sé komin upp í 100.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×