Erlent

42 féllu í röð sprengjuárása

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd/AP
Að minnsta kosti 42 féllu og 257 særðust í fjölmörgum sprengjuárásum víðsvegar um Írak í gær.

Árásirnar áttu sér stað víðsvegar um landið, meðal annars í borgunum Fallujah og Kirkuk.

Þá sprungu sautján sprengjur í Bagdad, þar af tvær við öryggishlið á alþjóðaflugvellinum í höfuðborginni.

Minna en vika er til kosninga í Írak og hafa stjórnmálamenn landsins lýst yfir áhyggjum sínum af því að kjörsókn verði dræm í kjölfar vaxandi öldu ofbeldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×