Erlent

Samkynhneigðir fagna á Nýja-Sjálandi

Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar
Frá Gleðgöngu í Reykjavík. Giftingar samkynheigðra eru nú löglegar í Nýja-Sjálandi. Mynd/Valli
Frá Gleðgöngu í Reykjavík. Giftingar samkynheigðra eru nú löglegar í Nýja-Sjálandi. Mynd/Valli
Þing Nýja-Sjálands hefur lögleitt giftingar samkynneigðra, fyrsta landið á Kyrrahafssvæðinu sem svo gerir. Lögin voru samþykkt með miklum meirihluta þeirra sem á löggjafaþinginu ný-sjálenska sitja, eða með 77 atkvæðum gegn 44.

Hundruðir þeirra sem barist hafa fyrir réttindum samkynhneigðra fögnuðu ákaft fyrir utan þinghúsið þegar lögin voru samþykkt; fullyrt er að þetta sé stór steinn í vörðu mannréttinda þar um slóðir. Strangtrúaðir börðust mjög gegn lögunum en skoðanakannanir leiða í ljós að um 70 prósent þarlendra eru fylgjandi lagasetningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×