Erlent

Játaði að hafa reykt á klósettinu - samt sýknuð

Tuttugu og átta ára gömul kona hefur verið sýknuð af því að hafa reykt inni á klósetti, þar sem reykingar eru bannaðar, á flugvellinum í Glasgow í febrúar á síðasta ári. Það sem er svolítið sérstakt við málið er að hún játaði að hafa svalað níkótínþörfinni og fengið sér smók á klósettinu.

Flugvöllurinn var rýmdur eftir að brunavarnarkerfið fór í gang nokkrum sekúndum eftir að konan fíraði upp í sígarettunni. Hún var ákærð fyrir athæfið enda viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs töluverður á svona fjölmennum stað.

Dómarinn komst að niðurstöðu í dag og sýknaði hana - þrátt fyrir að hún játaði sök.

Sagði hann að saksóknara hefði ekki sýnt fram á að reykingar væru bannaðar á þessu svæði. Til dæmis hefðu skilti sem á stendur "Reykingar bannaðar" ekki verið nægilega sýnileg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×