Erlent

Telja sig hafa fundið hryðjuverkamennina

Bandaríska alríkislögreglan birti í kvöld myndir af tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa komið tveimur sprengjum fyrir í miðborg Boston á mánudag. Þrír létust og fjölmargir slösuðust, þar af nokkrir lífshættulega.

FBI óskar eftir aðstoð almennings að bera kennsl á mennina tvo. Myndirnar eru teknar skömmu fyrir sprengingarnar. Báðir eru með derhúfu.

„Við teljum að þeir séu hættulegir og vopnaðir,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Rick Deslauriers á blaðamannafundi í kvöld. „Með hjálp fjölmiðla vonumst við til að finna þess menn. Það hlýtur einhver að þekkja þá.“

Á myndbandsupptöku sést annar maðurinn skilja svarta tösku eftir nokkrum mínútum áður en sprengjurnar sprungu.

Blaðamannafundinn má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×