Erlent

Tapað 800 milljónum í póker

Árið hefur ekki byrjað vel hjá dönsku pókerstjörnunni Gus Hansen. Á þremur mánuðum hefur kappinn tapað andvirði 300 milljóna íslenskra króna í fjárhættuspilinu.

Hann er talinn einn sá fremsti í sinni röð og einnig einn hinna þekktustu. Gus Hansen gekk hins vegar allt á afturfótunum á liðnu ári og ekki tók betra við á yfirstandandi ári.

Hansen tapaði tæpum 26 milljónum sænskra króna á síðasta ári eða tæpum 500 milljónum íslenskra króna. Heildartapið yfir síðustu fimmtán mánuði nemur því um 800 milljónum króna að því er Aftonbladet greinir frá.

Daninn 39 ára hefur unnið fjölmörg mót á ferli sínum. Þar á meðal eru þrír sigrar á World Poker Tour auk þess sem Hansen komst á lista tímaritsins People yfir 50 kynþokkafyllstu menn heimsins árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×