Erlent

Svínakjöt í lasagna frá Ikea

Sænska húsgagnaverslunin Ikea hefur innkallað hátt í 18 þúsund frosna lasagna rétti eftir að svínakjöt fannst í þeim.

Í innihaldslýsingu kom fram að elgskjöt væri í réttinum en það var í Belgíu sem svínakjötið fannst.

Atvikið kom upp um miðjan síðasta mánuð en greint var frá málinu í sænskum fjölmiðlum í morgun.

Talsmaður Ikea neitar því að fyrirtækið hafi reynt að þagga málið niður, það hafi enn verið í rannsókn og því hafi verið ákveðið að greina frá því þegar rannsókninni hefði verið lokið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×