Erlent

Mandela útskrifaður af sjúkrahúsi

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, var í morgun útskrifaður af sjúkrahúsi eftir að hafa dvalið þar vegna þrálátrar sýkingar í lungum.

Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta í landinu segir að Mandela beri sig vel og hann fái nú heimahjúkrun.

Mandela er 94 ára gamall og sat í fangelsi í 27 ár vegna baráttu sinnar gegn aðskilnaðarstefnunni af miklum þrótti og í óþökk margra.

Hann var forseti landsins frá 1994 til 1999.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×