Erlent

Wesley Snipes laus úr fangelsi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Snipes hefur setið inni frá árinu 2010.
Snipes hefur setið inni frá árinu 2010. Mynd/Getty
Bandaríski leikarinn Wesley Snipes er laus úr fangelsi.

Árið 2010 var hann dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar vegna himinhárrar skattaskuldar, en hann skuldaði skattinum fleiri milljónir dala.

Síðustu fjóra mánuði fangelsisdómsins mun hann afplána í stofufangelsi, en forvitnilegt verður að sjá hvort þessi fimmtugi leikari á afturkvæmt á hvíta tjaldið.

Snipes er líklega þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndunum um vampírubanann Blade, en myndir á borð við Demolition Man, Passenger 57 og White Men Can't Jump hafa einnig glatt fjölda kvikmyndaáhugamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×