Erlent

Norður-Kórea hvetur erlenda ríkisborgara til að flýja

MYND/AP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa hvatt erlenda ríkisborgara til að yfirgefa Suður-Kóreu, enda sé von á kjarnorkustríði á Kóreuskaga.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjölmiðlar í Norður-Kóreu lásu upp í nótt. Í tilkynningunni segir að mikil spenna ríki á svæðinu og von sé á allsherjarstríði milli landanna. Þá sé það markmið yfirvalda að þyrma útlendingum í deilunum.

Diplómatar í Norður-Kóreu fengu svipaðar viðvörun um helgina en hún vart virt að vettugi og ekki tekin alvarlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×