Erlent

Tveir menn látnir úr nýrri tegund fuglaflensu

Mynd/Getty
Tveir menn eru látnir í Kína eftir að hafa smitast af nýrri tegund fuglaflensu, svokallaðri H7N9 flensu sem hefur ekki áður greinst í mönnum. Frá þessu segir á Sky news.

Mennirnir, sem voru 87 og 27 ára, veiktust í lok febrúar og létust í Shanghai í byrjun mars. Þá liggur kona þungt haldin í Anhui-héraði en hún veiktist í byrjun mars. Þau fengu hósta og hita sem síðar þróaðist í lungnabólgu. Ekki er ljóst hvernig þau smituðust.

Bóluefni gegn veirunni er ekki til en hún virðist aftur á móti ekki vera mjög smitandi því hún hefur enn ekki greinst í ættingjum og vinum þeirra látnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×