Erlent

Óttast um 18 pólska námumenn eftir hrun í koparnámu

Óttast er um afdrif 18 pólskra námumanna sem eru lokaðir niðri á 600 metra dýpi í koparnámu sem liggur um 400 kílómetra suður af Varsjá.

Jarðskjálfti olli því að hluti af göngum námunnar hrundi seint í gærkvöldi. Enn hefur ekki tekist að ná sambandi við námumennina þar sem jarðskjálftinn sleit í sundur allar símalínur í námunni.

Nýjustu fréttir herma að seint gangi að ná að þeim stað þar sem námumennirnir eru taldir vera því moka þarf burtu gríðarlegu magni af grjóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×