Erlent

Norður-Kóreumenn grunaðir um tölvuárás

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hraðbankar voru meðal þess sem hrundi í tölvuárásinni.
Hraðbankar voru meðal þess sem hrundi í tölvuárásinni. Mynd/AP
Tölvukerfi banka, sjónvarpsstöðva og ýmissa stofnana í Suður-Kóreu hrundu í morgun vegna skæðrar tölvuveiru.

Beinist grunur að nágrönnum þeirra í norðri, en Norður-Kórea ásakaði Bandaríkjamenn og Suður-Kóreu fyrir stuttu um sams konar árásir á sig.

Fregnir hafa borist af hauskúpum fljúgandi á tölvuskjám á meðan aðrar tölvur hafa hreinlega slökkt á sér. Kapalstöðin YTN segir allt tölvukerfi stöðvarinnar lamað, á meðan sjónvarpsstöðvarnar KBS og MBC lentu í vandræðum en náðu þó að senda út.

Þá hafa hraðbankar og heimabankar einnig hrunið, en tölvukerfi hins opinbera eru sögð vera í lagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×