Erlent

Ísbjarnarhúnn vekur athygli

Þessi litli sæti ísbjarnarhúnn heitir Kali og er einungis þriggja mánaða gamall. Hann dvelur nú tímabundið í dýragarðinum í Anchorage í Alaska.

Móðir hans var drepin þann 12. mars síðastliðinn og var komið fyrir í dýragarðinum þar til ákveðið verður hver framtíð hans verður.

Samkvæmt USA Today er ekki ljóst hvort að mamman var skotin í sjálfsvörn en sá sem skaut hana kom með húninn í dýragarðinn á dögunum.

Hann er þriggja til fjögurra mánaða gamall og vegur um 8 kíló. Hann er ekki til sýnis fyrir almenning heldur sjá starfsmenn um að næra hann.

Líklegt þykir þó að bangsi fari fyrir sjónir almennings á næstu viku.

Nokkur ár er síðan ísbjörninn Knútur heillaði heimsbyggðina en sá dvaldi í dýragarðinum í Berlín. Hann lést stuttu síðar vegna þunglyndis, að talið er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×