Erlent

Rotta sló út kælikerfin í kjarnorkuverinu í Fukushima

Flestir bendir til þess að rotta hafi valdið því að kælikerfin í þremur af fjórum kjarnakljúfum í kjarnorkuverinu í Fukushima í Japan urðu óvirk í framhaldi af því að rafmagn sló út í verinu.

Þetta átti sér stað s.l. þriðjudag og það tók rúmlega hálfan sólarhring að koma kælikerfunum í gang að nýju.

Á mynd sem forráðamenn kjarnorkuversins hafa sent frá sér má sjá dauða rottu inni í rafmagnstöflu. Hún hefur sennilega nagað í sundur víra þar með fyrrgreindum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×