Erlent

Biðst afsökunar á ættleiðingum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Julia Gillard forsætisráðherra Ástrala.
Julia Gillard forsætisráðherra Ástrala. Mynd/ AFP.
Julia Gillard, forsætisráðherra Ástralíu, baðst í morgun afsökunar á ættleiðingastefnu Ástrala sem var við lýði á árunum 1950 til 1970. Tugþúsundir barna ógiftra mæðra á unglingsaldri voru þá teknar af mæðrum sínum og gefin barnlausum giftum pörum. Margar konur segja að þær hafi verið neyddar til að gefa börn sín frá sér. Gillard segir að þessi stefna stjórnvalda hafi skapað mikinn sársauka.

Það var BBC sem greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×