Erlent

YouTube að ná Facebook

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Einn milljarður manna sækir myndbandavefinn YouTube heim í hverjum mánuði. Forsvarsmenn síðunnar, sem er í eigu Google, segir snjallsíma helstu ástæðu mikillar fjölgunar undanfarin misseri. Þetta kemur fram á vef BBC.

YouTube var komið á koppinn árið 2005 af þremur fyrrverandi starfsmönnum greiðslumiðlunarfyrirtækisins PayPal. Ári síðar var síðan keypt af Google fyrir um 220 milljarða íslenskra króna.

Youtube er farið að anda ofan í hálsmálið á samfélagsmiðlinum Facebook hvað notendafjölda varðar. Einn milljarður manna notaði síðuna í október á síðasta ári.

„Einn af hverjum tveimur netnotendum sækja YouTube heim," segir í yfirlýsingu frá vefsíðunni. Fyrsta myndbandið sem birtist á YouTube var tekið af einum stofnenda vefsins, Jawed Karim. Myndbandið sögulega má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×