Erlent

Sarkozy sakaður um ólögleg framlög í kosningasjóði sína

Nicolas Sarkozy fyrrum Frakklandsforseti sætir nú opinberri rannsókn fyrir að hafa tekið við ólöglegum kosningaframlögum frá L´Oreal erfingjanum Lillian Bettencourt.

Um er að ræða 150.000 evrur sem greiddar voru í kosningasjóð Sarkozy árið 2007. Samkvæmt frönskum lög mega einstaklingar ekki gefa meira en 4.600 evrur í kosningasjóði.

Sarkozy segir að hann sé saklaus af þessari ákæru. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér allt að 3 ára fangelsi.

Það sem flækir málið er að hin níræða Bettencourt hefur þjáðst af elliglöpum frá árinu 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×